Erlent

Ár liðið frá árásunum á skrifstofur Charlie Hebdo

Atli Ísleifsson skrifar
Sérstök athöfn til minningar um fórnarlömbin verður haldin á Place de la Republique á sunnudag.
Sérstök athöfn til minningar um fórnarlömbin verður haldin á Place de la Republique á sunnudag. Vísir/AFP
Parísarbúar minnast þess að ár er í dag liðið frá árásinni á ritstjórnarskrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo.

Margir hafa lagt leið sína að götunni Rue Nicolas-Appert í 11. hverfi þar sem veggskjöldur til minningar um fórnarlömbin var afhjúpaður á þriðjudag. Þá hafa margir komið fyrir blómum og kveikt á kertum fyrir utan fyrrverandi skrifstofur tímaritsins þar sem árásin átti sér stað.

Sautján manns féllu í árásunum sem gerðar voru á skrifstofur Charlie Hebdo og matvöruverslun fyrir gyðinga.

Í frétt BBC segir að engir sérstakir opinberir viðburðir séu á dagskrá í dag, en Francois Hollande Frakklandsforseti hyggst ávarpa lögreglumenn borgarinnar. Þá er búist við að Marine Le Pen, leiðtogi þjóðernisflokksins Front National, muni einnig flytja ávarp í dag.

Sérstök athöfn til minningar um fórnarlömbin verður þó haldin á Place de la Republique í París á sunnudag. Tíu metra háu eikartré verður komið fyrir á torginu og franski tónlistarmaðurinn Johnny Hallyday mun flytja lagið Un Dimanche de Janvie (Sunnudagur í janúar).

Serstökum minningarveggskjöldum hefur einnig verið upp á tveimur stöðum í borginni þar sem lögreglumenn voru skotnir til bana og við matvöruverlunina fyrir gyðinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×