Sport

Enn einn þjálfarinn rekinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lovie Smith.
Lovie Smith. vísir/getty

Þjálfarar í NFL-deildinni halda áfram að fjúka og að þessu sinni ákvað Tampa Bay Buccaneers að reka þjálfarann sinn.

Lovie Smith fékk sparkið eftir aðeins tvö tímabil við stjórnvölinn. Bucs er því að fara að ráða þriðja þjálfarann á síðustu fimm árum.

Á fyrsta ári Smith með liðið vann það aðeins tvo leiki en tapaði fjórtán. Það tók þó framförum í ár og vann sex leiki.

Smith var þjálfari Chicago Bears frá 2004 til 2012 áður en hann fór til Tampa Bay. Hann er sjöundi þjálfarinn sem missir starfið sitt síðan að deildinni lauk. Þetta er fjórða árið í röð sem sjö störf losna eftir tímabil í NFL-deildinni.

NFLFleiri fréttir

Sjá meira