Innlent

Listamenn sárir eða kátir eftir atvikum

Jakob Bjarnar skrifar
Bryndís Loftsdóttir er boðberi gleðitíðinda eða andlit vonbrigða á heimilum listamanna þennan morguninn.
Bryndís Loftsdóttir er boðberi gleðitíðinda eða andlit vonbrigða á heimilum listamanna þennan morguninn.
Listamenn landsins, þeir sem sóttu um listamannalaun, fengu í morgun tilkynningu um hvort þeir hafi hlotið náð fyrir augum nefnda sem véla um úthlutun launanna. Þannig liggur fyrir að ýmist ríkir gleði eða sút og sorg á heimilum listamanna þennan morguninn.

Árið 2016 voru 561 mánaðarlaun til úthlutunar úr rithöfundasjóðnum, 210 umsóknir um 2.801 mánuði bárust í launasjóðinn. Þannig liggur fyrir að ekki er nema 20 prósent umsókna sem hafa erindi sem erfiði. Ef allir umsækjendur fengju listmannalaun og þeim yrði deilt jafnt á mannskapinn fengi hver um sig rúma tvo mánuði. Þannig liggur fyrir að eftirspurnin er langt umfram framboð.

Það er Bryndís Loftsdóttir, formaður stjórnar listmannalauna, sem skrifar undir bréfin til listamannanna. Bryndís er jafnframt framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×