Enski boltinn

Bournemouth vill fá El Shaarawy

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
El Shaarawy í landsleik á síðasta ári.
El Shaarawy í landsleik á síðasta ári. vísir/getty

Ítalinn Stephan El Shaarawy gæti verið á leið í ensku úrvalsdeildina.

Bournemouth er búið að senda AC Milan tilboð um að fá framherjann lánaðan út leiktíðinda.

El Shaarawy er í láni hjá Monaco og hefur ekki enn skorað í frönsku deildinni en hann skoraði þó gegn Tottenham í Evrópudeildinni.

Fleiri lið hafa áhuga á að fá þennan 23 ára gamla strák lánaðan. Það eru ítölsku liðin Genoa, Bologna og Fiorentina.

El Shaarawy var eitt sinn mikil vonarstjarna og hefur leikið 17 landsleiki fyrir Ítali. Hann hefur aftur á móti gefið mikið eftir á síðustu misserum og meiðsli hafa spilað sinn þátt í því.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira