Handbolti

Spánverjar mæta bara með einn hægri hornamann á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Victor Tomas er fyrirliði Barcelona.
Victor Tomas er fyrirliði Barcelona. Vísir/Getty

Manuel Cadenas, þjálfari spænska karlalandsliðsins í handbolta, hefur skorið niður æfingahóp liðsins fyrir Evrópumótið í Póllandi.

Hópur Spánverja telur nú átján menn en hver þjóð má vera með sextán leikmenn á Evrópumótinu. Cadenas þarf því að fækka um tvo í hópnum eða bíða með að tilkynna inn alla leikmenn.

Það vekur athygli að það eru bara þrír hornamenn eftir í hópnum og þar af er Victor Tomas, liðsfélagi Guðjón Vals hjá Barcelona, eini hægri hornamaðurinn sem er eftir.

Victor Tomas er einn af fimm liðsfélögum Guðjóns Vals í EM-hópnum en hinir eru markvörðurinn Gonzalo Perez de Vargas, vinstri skyttan Viran Morros, leikstjórnandinn Raul Entrerrios og hægri skyttan Eduardo Gurbindo.

Spámverjar eru í riðli með Svíum, Þjóðverjum og Slóvenum en þetta er án efa erfiðasti riðillinn á Evrópumótinu. Fyrsti leikur spænska liðsins er á móti Degi Sigurðssyni og lærisveinum hans í þýska landsliðinu.


18 manna hópur Spánverja á EM í Póllandi 2016

Markmenn:
Arpad Sterbik (HC Vardar)
Gonzalo Perez de Vargas (FC Barcelona)
Rodrigo Corrales Rodal (Orlen Wisla Plock)

Vinstra horn:
Christian Ugalde Garcia (MKB Veszprem)
Valero Rivera (HBC Nantes)

Vinstri skyttur:
Viran Morros de Argila (FC Barcelona)
Antonio Garcia Robledo (MOL Pick Szeged)

Leikstjórnendur:
Raul Entrerrios Rodriguez (FC Barcelona)
Joan Canellas (THW Kiel)
Niko Mindegia Elizaga (MOL Pick Szeged)
Juan del Arco Perez (El Jaish)

Hægri skyttur:
Eduardo Gurbindo Martinez (FC Barcelona)
Alex Dujshebaev (HC Vardar)
Jorge Maqueda Peno (HC Vardar)

Hægra horn:
Victor Tomas (FC Barcelona)

Línumenn:
Julen Aginagalde (KS Vive Tauron Kielce)
Rafael Baena (Rhein-Neckar Löwen)
Gedeon Guardiola (Rhein-Neckar Löwen)

Victor Tomas skorar hér hjá Thierry Omeyer. Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira