Handbolti

Spánverjar mæta bara með einn hægri hornamann á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Victor Tomas er fyrirliði Barcelona.
Victor Tomas er fyrirliði Barcelona. Vísir/Getty

Manuel Cadenas, þjálfari spænska karlalandsliðsins í handbolta, hefur skorið niður æfingahóp liðsins fyrir Evrópumótið í Póllandi.

Hópur Spánverja telur nú átján menn en hver þjóð má vera með sextán leikmenn á Evrópumótinu. Cadenas þarf því að fækka um tvo í hópnum eða bíða með að tilkynna inn alla leikmenn.

Það vekur athygli að það eru bara þrír hornamenn eftir í hópnum og þar af er Victor Tomas, liðsfélagi Guðjón Vals hjá Barcelona, eini hægri hornamaðurinn sem er eftir.

Victor Tomas er einn af fimm liðsfélögum Guðjóns Vals í EM-hópnum en hinir eru markvörðurinn Gonzalo Perez de Vargas, vinstri skyttan Viran Morros, leikstjórnandinn Raul Entrerrios og hægri skyttan Eduardo Gurbindo.

Spámverjar eru í riðli með Svíum, Þjóðverjum og Slóvenum en þetta er án efa erfiðasti riðillinn á Evrópumótinu. Fyrsti leikur spænska liðsins er á móti Degi Sigurðssyni og lærisveinum hans í þýska landsliðinu.


18 manna hópur Spánverja á EM í Póllandi 2016

Markmenn:
Arpad Sterbik (HC Vardar)
Gonzalo Perez de Vargas (FC Barcelona)
Rodrigo Corrales Rodal (Orlen Wisla Plock)

Vinstra horn:
Christian Ugalde Garcia (MKB Veszprem)
Valero Rivera (HBC Nantes)

Vinstri skyttur:
Viran Morros de Argila (FC Barcelona)
Antonio Garcia Robledo (MOL Pick Szeged)

Leikstjórnendur:
Raul Entrerrios Rodriguez (FC Barcelona)
Joan Canellas (THW Kiel)
Niko Mindegia Elizaga (MOL Pick Szeged)
Juan del Arco Perez (El Jaish)

Hægri skyttur:
Eduardo Gurbindo Martinez (FC Barcelona)
Alex Dujshebaev (HC Vardar)
Jorge Maqueda Peno (HC Vardar)

Hægra horn:
Victor Tomas (FC Barcelona)

Línumenn:
Julen Aginagalde (KS Vive Tauron Kielce)
Rafael Baena (Rhein-Neckar Löwen)
Gedeon Guardiola (Rhein-Neckar Löwen)

Victor Tomas skorar hér hjá Thierry Omeyer. Vísir/Getty


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira