Körfubolti

Hlynur með frábæran leik í kvöld | Hæsta framlag hans í vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hlynur Bæringsson í leik á Eurobasket.
Hlynur Bæringsson í leik á Eurobasket. Vísir/EPA
Hlynur Bæringsson var allt í öllu í kvöld þegar lið hans Sundsvall Dragons vann fimm stiga heimasigur á Luleå, 77-72, í sænska körfuboltanum.

Þetta var þriðji sigur Sundsvall Dragons í röð en liðið er með 11 sigra og 7 töp í fjórða sæti sænsku úrvalsdeildarinnar.

Hlynur skoraði 20 stig, tók 14 fráköst, gaf 3 stoðsendingar og stal 2 boltum í leiknum en hann hitti úr 5 af 9 skotum sínum og 8 af 11 vítum.

Hlynur bar næststigahæstur hjá Drekanum en var aftur á móti efstur í fráköstum, framlagi og stolnum boltum.

Hlynur endaði með 31 framlagsstig sem er það mesta sem hann hefur náð í einum leik. Hlynur hafði einnig aðeins einu sinn skorað tuttugu stig í sænsku deildinni í vetur.

Luleå-liðið var fimm stigum yfir í hálfleik, 40-35, en Drekarnir unnu snéri þessu við í þriðja leikhluta sem Sundsvall-liðið vann 22-13.

Sundsvall náði síðan mest 11 stiga forkosti í fjórða leikhlutanum, 70-59, en gestirnir náðu aðeins að laga stöðuna í lokin.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×