Innlent

Fjölgun í Hveragerði

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis.
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis. Fréttablaðið/Pjetur

„Fjórtán Hvergerðingar eru komnir yfir nírætt og munu fimm bætast í þann hóp á árinu 2016 ef Guð lofar,“ segir í frétt sem Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri skrifar á vef Hveragerðisbæjar.

„Elst Hvergerðinga er Guðbjörg Runólfsdóttir en hún er 99 ára og 163 dögum betur,“ bætir bæjarstjórinn við og segir að samkvæmt óstaðfestum upplýsingum úr þjóðskrá 1. janúar síðastliðinn séu íbúar í Hveragerði 2.462 en að þeir hafi verið 2.387 fyrir 12 mánuðum. Þannig hafi íbúum fjölgað um 75 eða 3,14 prósent.

„Árgangur 1989 er fjölmennastur í bænum en þau eru 44 talsins. Árið 2015 fæddust 33 börn sem öll hafa verið boðin velkomin með gjöf frá bæjarfélaginu sínu,“ segir í frétt bæjarstjórans. 
Fleiri fréttir

Sjá meira