Innlent

Gjaldþrot ekki verið færri frá 2006

Ingvar Haraldsson skrifar

Gjaldþrot hafa ekki verið færri frá árinu 2006 sé miðað við fyrstu ellefu mánuði ársins. 564 fyrirtæki voru lýst gjaldþrota á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2015. Flest voru gjaldþrotin eftir hrunið árið 2011 þegar þau voru 1.442 frá janúar og út nóvember. Gjaldþrotum hefur því fækkað um 60 prósent á fjórum árum.

Gjaldþrot voru um 500-600 á árunum 2003-2007 en fjölgaði verulega eftir hrunið.

Flest hafa gjaldþrotin verið í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð frá hruni eða 22,1 prósent allra gjaldþrota á árunum 2008-2014. Næst koma gjaldþrot í flokknum heild- og smásöluverslun og viðgerðir á vélknúnum ökutækjum þar sem 18,5 prósent gjaldþrota áttu sér stað.

Gjaldþrot félaga í fasteignaviðskiptum námu 10,9 prósentum allra gjaldþrota og hluti gjaldþrota fyrirtækja í fjármála- og vátryggingastarfsemi var 8,2 prósent. 
Fleiri fréttir

Sjá meira