Innlent

Gjaldþrot ekki verið færri frá 2006

Ingvar Haraldsson skrifar

Gjaldþrot hafa ekki verið færri frá árinu 2006 sé miðað við fyrstu ellefu mánuði ársins. 564 fyrirtæki voru lýst gjaldþrota á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2015. Flest voru gjaldþrotin eftir hrunið árið 2011 þegar þau voru 1.442 frá janúar og út nóvember. Gjaldþrotum hefur því fækkað um 60 prósent á fjórum árum.

Gjaldþrot voru um 500-600 á árunum 2003-2007 en fjölgaði verulega eftir hrunið.

Flest hafa gjaldþrotin verið í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð frá hruni eða 22,1 prósent allra gjaldþrota á árunum 2008-2014. Næst koma gjaldþrot í flokknum heild- og smásöluverslun og viðgerðir á vélknúnum ökutækjum þar sem 18,5 prósent gjaldþrota áttu sér stað.

Gjaldþrot félaga í fasteignaviðskiptum námu 10,9 prósentum allra gjaldþrota og hluti gjaldþrota fyrirtækja í fjármála- og vátryggingastarfsemi var 8,2 prósent. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira