Körfubolti

Gasol frábær í sigri Chicago | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar

Chicago Bulls vann sjötta leikinn í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið lagði Boston Celtics á heimavelli, 101-92.

Chicago var í miklum vandræðum fyrir nokkrum vikum síðan en nú virðist liðið komið í gott form og hefur unnið sjö af síðustu tíu leikjum.

Spænski miðherjinn Pau Gasol spilaði frábærlega í nótt, en hann skoraði 17 stig og tók 18 fráköst. Jimmy Butler bætti við 19 stigum og Derrick Rose 17.

Chicago er áfram í öðru sæti austurdeildarinnar með 22 sigra og 12 töp en Miami kemur fast á hæla þess með 21 sigur og 14 töp.

James Harden átti svo stórleik fyrir Houston á móti Utah Jazz á heimavell í nótt þar sem Rockets vann Jazz öðru sinni á fjórum dögum.

Harden fór illa með Utah-liðið á mánudaginn og sama var uppi á teningnum í nótt. Hann skoraði 33 stig, tók 8 fráköst og gaf 3 stoðsendingar.

Hjá Utah var ekki mikið að frétta sóknarlega en Gordon Hayward skoraði mest eða 15 stig. Hann þurfti þó helling af skotum og var meðal annars einn af sjö fyrir utan þriggja stiga línuna.

Í spilaranum hér að ofan má sjá brot úr leik Chicago og Boston í draugavél og hér að neðan má sjá James Harden fara á kostum á móti Utah.

Úrslit næturinnar:
Philadelphia 76ers - Atlanta Hawks 98-126
Chicago Bulls - Boston Celtics 101-92
Houston Rockets - Utah Jazz 103-94
Sacramento Kings - LA LAkers 118-115

Staðan í deildinni.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira