Enski boltinn

United sagt að það fái ekki Bale og snýr sér að Hazard

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eden Hazard er sagður vilja komast frá Chelsea.
Eden Hazard er sagður vilja komast frá Chelsea. vísir/getty

Ensku götublöðin greina frá því í morgun að Manchester United sé búið að gefast upp á því að kaupa Gareth Bale frá Real Madrid og ætlar nú að snúa sér að Eden Hazard.

United ætlaði að nýta sér óánægju Walesverjans hjá Real Madrid, en hann er sagður mjög ósáttur með brottrekstur Rafaels Benítez.

Nú hefur United, samkvæmt fréttum, verið sagt að það geti gleymt því að kaupa Bale, bæði í janúar og í sumar en hann verður áfram á Bernabéu.

Þess í stað hefur United nú snúið sér að öðrum óánægðum fótboltamanni, Eden Hazard, sem vill ólmur komast frá Stamford Bridge í sumar.

United er sagt ætla að bjóða Chelsea 65 milljónir punda fyrir þennan 25 ára gamla Belga sem er skugginn af sjálfum sér á þessari leiktíð. Hazard verður svo lokkaður á Old Trafford með launatékka upp á 250.000 pund á viku.

Chelsea vonast til að ráðning Didier Drogba inn í þjálfaraliðið hjálpi til við að halda Hazard í bláa hluta Lundúna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira