Enski boltinn

Oscar svarar fyrir sig á Twitter og neitar að hafa slegist við Costa

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Diego Costa og Oscar eru bestu vinir.
Diego Costa og Oscar eru bestu vinir. vísir/getty

Oscar, leikmaður Chelsea, vísar því til föðurhúsanna að hann hafi slegist við samherja sinn Diego Costa á æfingu liðsins í gær.

Enska blaðið The Telegraph greindi frá því í gær að aðskilja þurfti Oscar og Costa eftir að Brasilíumaðurinn tæklaði Spánverjann illa.

Costa var sagður hafa brugðist illa við og ráðist að Oscari en þeir voru stíaðir í stundur áður en eitthvað gerðist.

Oscar hafði lítinn húmor fyrir fréttflutningi enskra miðla af þessu meinta uppþoti og svaraði fyrir sig á Twitter.

„Þeir sem segja að ég og Costa hafi lent saman á æfingu í dag eru að ljúga. Hann er einn af mínum bestu vinum og við förum aldrei í slag,“ sagði Oscar.
Fleiri fréttir

Sjá meira