Fótbolti

Toure ekki lengur kóngurinn í Afríku

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pierre-Emerick Aubameyang.
Pierre-Emerick Aubameyang. vísir/getty
Framherji Gabon og Borussia Dortmund, Pierre-Emerick Aubameyang, hefur verið valinn besti knattspyrnumaður Afríku árið 2015.

Þetta var afar spennandi kjör því Aubameyang fékk 143 atkvæði en Fílbeinsstrendingurinn Yaya Toure, leikmaður Man. City, fékk 136. Ganamaðurinn Andre Ayew, leikmaður Swansea, varð þriðji í kjörinu með 112 stig.

Aubameyang er fyrsti maðurinn frá Gabon til að hljóta þessa nafnbót. Hann er markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar með 18 mörk í 17 leikjum.

Toure hafði hlotið þessa útnefningu fjögur ár í röð og var fúll að hafa ekki unnið fimmta árið í röð.

„Ég er frekar svekktur en ég nenni ekki að kvarta of mikið. Ég vil bara hrósa Aubameyang sem hefur staðið sig frábærlega,“ sagði Toure.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×