Sport

Peyton mun leiða Broncos í úrslitakeppninni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Peyton Manning.
Peyton Manning. vísir/getty

Denver Broncos tilkynnti í gær að Peyton Manning yrði leikstjórnandi liðsins í úrslitakeppninni eftir rúma viku.

Peyton hafði verið fjarverandi vegna meiðsla í tæpa tvo mánuði en kom af bekknum um síðustu helgi og sá til þess að Broncos lagði San Diego og tryggði sér efsta sætið í Ameríkudeildinni. Með Peyton inn á vellinum vann Broncos 20-7 og leikinn 27-20.

Á meðan Peyton var fjarverandi leysti Brock Osweiler hann af hólmi. Þó svo Peyton hafi komið mjög sterkur inn um síðustu helgi þá var umræða um hvort hann eða Osweiler ætti að byrja í úrslitakeppninni.

Þar sem Broncos vann Ameríkudeildina mun liðið sitja hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar um helgina. Það gerir New England Patriots einnig.

Úrslitakeppni NFL-deildarinnar hefst um helgina og í fyrsta skipti mun Stöð 2 Sport sýna alla leikina í úrslitakeppninni. Tveir leikir fara fram á morgun og tveir á sunnudag.

NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira