Sport

Ódýrt að fara á kuldaleikinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það verður ekki fyrir neina meðalmenn að fara á leikinn í Minnesota um helgina.
Það verður ekki fyrir neina meðalmenn að fara á leikinn í Minnesota um helgina. vísir/afp

Kuldaspáin er svo svakaleg fyrir leik Minnesota Vikings og Seattle Seahawks í úrslitakeppni NFL-deildarinnar að miðaverðið á leikinn er fáranlegt.

Því er spáð að það verði 18 stiga frost á leiknum og með vindkælingu gæti kuldinn farið niður í 28 stiga frost. Þetta verður einn kaldasti leikur í sögu NFL.

Það eru ekkert allir sem treysta sér í að mæta á völlinn í slíku frosti og því hafa forráðamenn Vikings neyðst til þess að lækka miðaverðið í von um að fylla völlinn.

Sjá einnig: Verður einn kaldasti leikur í sögu NFL-deildarinnar

Ódýrustu miðarnir á leikinn kosta tæpar 6.000 krónur á meðan ódýrustu miðarnir á aðra leiki helgarinnar, í betra veðri, eru að fara á um 18 þúsund krónur.

Þeir sem ætla að sækja leikinn hafa fengið ýmsar leiðbeiningar um hvernig sé best að haga sér í kuldanum. Áhorfendur eru til að mynda hvattir til að taka með sér pappaspjöld til að standa á í stað þess að standa á kaldri steypunni.

Fólk er einnig hvatt til þess að koma með teppi, hanskar verða gefnir á vellinum og kaffið verður frítt.

Úrslitakeppni NFL-deildarinnar verður sýnd í heild sinni á Stöð 2 Sport. Tveir leikir verða sýndir á laugardag og tveir á sunnudag.

NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira