Fótbolti

„Blatter átti að fá 20 ára bónus fyrir allt það góða sem hann hefur gert“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
vísir/getty

Sviss á að vera Sepp Blatter að eilífu þakklátt segir fyrrverandi eiginkona hans, Graziella Blatter-Bianca.

Blatter var á síðasta ári dæmdur í átta ára bann frá afskiptum af fótbolta af siðanefnd FIFA eftir að gerast sekur um sviksama 1,3 milljóna evra greiðslu til Michel Platini, fyrrverandi forseta UEFA.

Í viðtali við Blick stekkur fyrrverandi eiginkona hins 79 ára gamla Blatter honum til varnar og segir að hann hefði átt að fá að vera forseti FIFA mun lengur.

„Þegar Sepp Blatter var dæmdur í átta ára bann fyrir ásakanir sem eftir á að sanna hefði átt að gefa honum 20 ára bónus fyrir allt það góða sem hann hefur gert fyrir fótboltann,“ segir Graziella.

„Þetta þýðir 20 mínus átta ár. Blatter hefði sum sé átt að fá að vera forseti FIFA í tólf ár til viðbótar. Í raun og veru ætti hann meira en tólf ár skilið en miðað við aldur hans er það raunveruleg tala,“ segir Graziella Blatter-Bianca.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira