Fótbolti

Zidane er ekki góður maður

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Zidane og Domenech í úrslitaleiknum fræga árið 2006.
Zidane og Domenech í úrslitaleiknum fræga árið 2006. vísir/getty

Raymond Domenech, fyrrum landsliðsþjálfari Frakklands, segir að Zinedine Zidane, nýráðinn þjálfari Real Madrid, sé ekki allur þar sem hann er séður.

Domenech var þjálfari Frakka árið 2006 er Zidane skallaði Ítalann Marco Materazzi í eftirminnilegum úrslitaleik. Hann þekkir því vel til franska snillingsins.

„Zidane er maður sem hefur áhrif á tilfinningar fólks og ekki bara jákvæðar. Hann er ekki mjúkur maður og ekki góður maður,“ sagði Domenech.

„Hann er líklegur til alls og það er ástæðan fyrir því að hann er mennskur Guð. Hér eftir verður hann dæmdur af úrslitum. Ef hann er sigurvegari þá mun goðsögn hans aðeins styrkjast.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira