Enski boltinn

Yorke missti prófið í hálft ár

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dwight Yorke.
Dwight Yorke. vísir/getty

Fyrrum leikmaður Man. Utd, Dwight Yorke, gæti þurft að nota strætó næsta hálfa árið.

Það er nefnilega búið að svipta hann ökuskírteininu í hálft ár. Hann var gripinn á 106 km/h þar sem hámarkshraði er 65 km/h.

Yorke var á glæsilegum Corvette-bíl en hann auglýsti þennan bíl tveim árum áður og hefur líklega fengið eitt stykki fyrir vinnuna.

Yorke játaði brot sitt. Hann var einnig sektaður um rúmar 300 þúsund krónir fyrir hraðaksturinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira