Handbolti

Reynsla Guðjóns Vals lykill að því að koma Íslandi upp úr riðli | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson er að fara á sitt 19. stórmót.
Guðjón Valur Sigurðsson er að fara á sitt 19. stórmót. vísir/anton brink
Evrópska handknattleikssambandið er byrjað að hita upp fyrir Evrópumótið sem hefst í Póllandi eftir slétta viku.

Það fer yfir riðlana fjóra í myndbandsinnslögum og skoðar þar liðin sem keppa. Ísland er í B-riðli með Króatíu, Hvíta-Rússlandi og Noregi.

Króatar eru sagðir lang líklegastir til að fara upp úr riðlinum en þeir eru með hágæða leikmenn á borð við Domagoj Duvnjak og Ivan Cupic.

Um Ísland er svo sagt: „Ísland er topp handboltaþjóð með mikla hefð fyrir handbolta og landsliðið endurspeglar þessa ástríðu.“

„Fyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson er, ótrúlegt en satt, að fara á sitt níunda Evrópumót. Reynsla hans verður lykill að því að koma Íslandi í milliriðla.“

Eðlilega er bent á Siarhei Rutenka, stórskyttu Hvít-Rússa, sem lykilmann þeirra og Bjarte Myrhol er aðalmaður Noregs sem vann Króatíu í undankeppni Evrópumótsins.

Innslagið má sjá hér að neðan.





Group B Preview | EHF EURO 2016

Medal contenders and potential dark horses comprise an exciting Group B at EHF EURO 2016. Which teams do you think will progress to the main round?Get up to scratch with our written preview ➤ http://pol2016.ehf-euro.com/news/single-news/news/croatia-and-iceland-fight-for-top-spot-in-group-b/?tx_news_pi1%5Bcontroller%5D=News&tx_news_pi1%5Baction%5D=detail&cHash=65e3b56972f25a641a10705dd5311320HRSHSÍ - Handknattleikssamband ÍslandsHåndballgutta

Posted by EHF EURO on Thursday, January 7, 2016



Fleiri fréttir

Sjá meira


×