Fótbolti

Luis Suárez í tveggja leikja bann

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Luis Suárez er á leið í bann á ný.
Luis Suárez er á leið í bann á ný. vísir/getty

Luis Suárez, framherji Barcelona á Spáni, var í dag úrskurðaður í tveggja leikja bann.

Bannið fær hann fyrir að hafa „að sögn tekið þátt í ryskingum“ inn í leikmannagönunum fyrir leik Barcelona gegn Espanyol á dögunum.

Barcelona ætlar að áfrýja þessum úrskurði spænska knattspyrnusambandsins.

Þetta er auðvitað ekki í fyrsta sinn sem Luis Suárez fer í leikbann á sínum ferli en hann var úrskurðaður í fjögurra mánaða bann fyrir að bíta Giorgio Chiellini í leik Ítalíu og Úrúgvæ á HM 2014.

Suárez hefur verið magnaður með Barcelona á leiktíðinni og skorað 15 mörk í deildinni auk þess sem hann hefur lagt upp önnur fjögur.

Hann skoraði fimm mörk í heimsmeistarakeppni félagsliða og bætti við fimm til viðbótar í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira