Handbolti

Hvíta-Rússland tapaði fyrir Argentínu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty

Hvíta-Rússland tapaði í dag fyrir Argentínu, 29-28, í æfingaleik. Hvít-Rússar eru nú eins og Íslendingar að undirbúa sig fyrir EM í Póllandi en liðin eru bæði í B-riðli.

Ísland mætir Hvíta-Rússlandi í öðrum leik sínum í riðlakeppninni sunnudaginn 17. janúar en Noregur og Króatía eru einnig í sama riðli.

Hvít-Rússar eru nú að fara að keppa á sínu þriðja stórmóti í röð en fyrirfram má reikna með því að liðið verði í harðri baráttu um að komast áfram í milliriðlakeppnina í Póllandi.

Þess má geta að Argentína komst í 16-liða úrslitin á HM í Katar í fyrra og endaði í tólfta sæti, einu á eftir Íslandi.
Fleiri fréttir

Sjá meira