Handbolti

Hvíta-Rússland tapaði fyrir Argentínu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty

Hvíta-Rússland tapaði í dag fyrir Argentínu, 29-28, í æfingaleik. Hvít-Rússar eru nú eins og Íslendingar að undirbúa sig fyrir EM í Póllandi en liðin eru bæði í B-riðli.

Ísland mætir Hvíta-Rússlandi í öðrum leik sínum í riðlakeppninni sunnudaginn 17. janúar en Noregur og Króatía eru einnig í sama riðli.

Hvít-Rússar eru nú að fara að keppa á sínu þriðja stórmóti í röð en fyrirfram má reikna með því að liðið verði í harðri baráttu um að komast áfram í milliriðlakeppnina í Póllandi.

Þess má geta að Argentína komst í 16-liða úrslitin á HM í Katar í fyrra og endaði í tólfta sæti, einu á eftir Íslandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira