Enski boltinn

Aston Villa náði ekki að vinna D-deildarlið Wycombe

Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag. Vísir/Getty

Aston Villa þarf annan leik til að reyna slá D-deildarlið Wycombe Wanderers úr leik, en liðin skildu jöfn 1-1 í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar.

Micah Richards kom Aston Villa yfir á 22. mínútu, en hann fékk þá góða sendingu inn í teig Wycome og lagði boltann snyrtilega framhjá hinum unga Alex Lynch í marki Wycombe.

Þannig stóðu leikar í hálfleik, en í síðari hálfleik fengu heimamenn í Wycombe vítaspyrnu eftir að Ashley Westwood gerðist brotlegur. Joe Jacobson steig á punktinn og skoraði.

Aston Villa fékk nokkur tækifæri til þess að tryggja sér sigurinn, en allt kom fyrir ekki og lokatölur 1-1. Liðin þurfa því að mætast á nýjan leik á Villa Park.

Þetta var því sextándi leikur Aston Villa án sigurs, en þeir unnu síðast leik gegn Birmingham í september. Þrautagangan heldur áfram.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira