Enski boltinn

Aston Villa náði ekki að vinna D-deildarlið Wycombe

Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag. Vísir/Getty

Aston Villa þarf annan leik til að reyna slá D-deildarlið Wycombe Wanderers úr leik, en liðin skildu jöfn 1-1 í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar.

Micah Richards kom Aston Villa yfir á 22. mínútu, en hann fékk þá góða sendingu inn í teig Wycome og lagði boltann snyrtilega framhjá hinum unga Alex Lynch í marki Wycombe.

Þannig stóðu leikar í hálfleik, en í síðari hálfleik fengu heimamenn í Wycombe vítaspyrnu eftir að Ashley Westwood gerðist brotlegur. Joe Jacobson steig á punktinn og skoraði.

Aston Villa fékk nokkur tækifæri til þess að tryggja sér sigurinn, en allt kom fyrir ekki og lokatölur 1-1. Liðin þurfa því að mætast á nýjan leik á Villa Park.

Þetta var því sextándi leikur Aston Villa án sigurs, en þeir unnu síðast leik gegn Birmingham í september. Þrautagangan heldur áfram.Fleiri fréttir

Sjá meira