Handbolti

Búið að ganga frá ráðningu þjálfara Arons

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sabate, til vinstri, við undirritunina í dag.
Sabate, til vinstri, við undirritunina í dag. Mynd/Heimasíða Veszprem

Javier Sabate verður áfram þjálfari ungverska stórliðsins Veszprem en landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson leikur með því.

Sabate var áður aðstoðarmaður Antonio Ortega sem var rekinn frá Veszprem í september. Síðan þá hefur Sabate stýrt Veszprem í átján leikjum - unnið fimmtán, gert eitt jafntefli og tapað tveimur.

Aron gerði þriggja ára samning við Veszprem í sumar og hefur verið í stóru hlutverkinu hjá liðinu í vetur, ekki síst eftir að Sabate tók við af Ortega.

Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins, var í hópi þeirra þjálfara sem voru orðaðir við Veszprem á síðustu vikum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira