Innlent

Fjölskyldurnar koma á þriðjudag

Snærós Sindradóttir skrifar
Arjan Lalaj er hjartveikur drengur sem vísað var úr landi seint á síðasta ári. Hann kemur aftur á þriðjudag.
Arjan Lalaj er hjartveikur drengur sem vísað var úr landi seint á síðasta ári. Hann kemur aftur á þriðjudag. mynd/stöð 2

Albönsku fjölskyldurnar tvær, sem vísað var úr landi í desember, eru væntanlegar hingað til lands að nýju á þriðjudag. Mál þeirra vakti mikla athygli í lok árs vegna þess að í þeim báðum eru langveikir drengir.

Alþingi veitti fjölskyldunum ríkis­borgararétt hér á landi þann 19. desember síðastliðinn. Hermann Ragnarsson, múrari og vinnuveitandi annars mannsins, fór fyrir söfnun í desember til að koma fjölskyldunum heim og safnaði 4,5 milljónum króna. Sá peningur er nýttur til að koma fjölskyldunum heim. Flugfélagið WOW air borgar fyrir ferð þeirra frá London til Íslands.

Hermann segir að búið sé að útvega fjölskyldunum atvinnu hér á landi. Þó sé ekki um fullt starf að ræða fyrst um sinn þar sem fullorðna fólkið þurfi að sækja námskeið í íslensku. Þá munu börnin sækja leikskóla og skóla hér á landi við fyrsta tækifæri.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira