Fótbolti

Paris Saint-Germain með 22 stiga forystu í Frakklandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thiago Silva fagnar fyrra marki PSG.
Thiago Silva fagnar fyrra marki PSG. Vísir/Getty
Paris Saint-Germain vann 2-0 sigur á Bastia í frönsku deildinni í fótbolta í kvöld og er það með komið með 22 stiga forystu á toppnum.

Paris Saint-Germain hefur ekki tapað leik og er með 17 sigra og 3 jafntefli í 20 leikjum. PSG hefur 22 stigum meira en Mónakó sem er í öðru sæti en á leik inni á Parísarliðið.

Paris Saint-Germain liðið skoraði bæði mörkin sín í kvöld í fyrri hálfleiknum.

Brasilíumaðurinn Thiago Silva kom PSG í 1-0 á 29. mínútu eftir stoðsendu frá Argentínumanninum Ángel Di María.

Maxwell kom PSG í 2-0 á 39. mínútu og þannig urðu lokatölurnar.

Svíinn Zlatan Ibrahimović lék allan leikinn en komst ekki á blað. Hann hefur engu að síður fjögurra marka forystu á listanum yfir markahæstu leikmenn deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×