Lífið

Miðarnir á Bieber kláruðust ekki samdægurs

Bjarki Ármannsson skrifar
Justin Bieber mun sennilega gera allt vitlaust hér á landi.
Justin Bieber mun sennilega gera allt vitlaust hér á landi. Vísir

Enn er hægt að kaupa miða á aukatónleika Justin Bieber í Kórnum þann 8. september næstkomandi. Samkvæmt miðasöluvefnum tix.is er aðeins hægt að kaupa miða í standandi stæði en ekki er hægt að sjá hversu margir miðar eru eftir.

Seljist upp á tónleikana, munu alls 38 þúsund manns bera kappann augum í Kórnum þann 8. og 9. september.

Gríðarlegt álag var á miðasölukerfi tix.is í morgun og þegar miðasalan hófst klukkan tíu var strax yfir klukkustundar röð til að kaupa sér miða á tónleikana.

Ísleifur Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu, var í spjalli um tónleikana og hið svokallaða Bieber-æði í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld.

Bieber er einn þekktasti tónlistamaður veraldar og er án efa hægt að slá því föstu að ein stærsta stjarna heims er á leiðinni til landsins, og það í annað sinn. 

Hann gaf út plötuna Purpose undir lok síðasta árs en Purpose-túrinn hefst í Seattle í Bandaríkjunum í mars og ferðast Bieber vítt og breidd um landið fram í lok júlí. Evrópuhlutinn hefst síðan á Íslandi 9. september og þaðan fer hann til Þýskalands, Frakklands, Noregs, Finnlands, Svíþjóðar, Danmörku, Bretlands og víðar um álfuna. Tónleikaferðalagi hans lýkur síðan í nóvember.


Tengdar fréttir

Svona er á tónleikum hjá Justin Bieber

Kanadíski tónlistamaðurinn Justin Bieber mun halda tvenna tónleika hér á landi á árinu. Þeir fara fram þann 8. og 9. september. Í morgun hófst miðasalan á aukatónleika kappans og eru örfáir miðar eftir á tónleikana þegar þessi frétt er skrifuð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira