Innlent

Þrettándagleði Selfyssinga verður í kvöld

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
 
Myndatexti: Jólasveinarnir úr Ingólfsfjalli munu kveðja bæjarbúa á hátíðarhöldum kvöldsins en lofa að mæta hressir á svæðið um næstu jól. Ljósmynd/
Myndatexti: Jólasveinarnir úr Ingólfsfjalli munu kveðja bæjarbúa á hátíðarhöldum kvöldsins en lofa að mæta hressir á svæðið um næstu jól. Ljósmynd/ Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson

Þrettándagleðinni á Selfossi, sem var frestað á þrettándanum vegna veðurs, verður haldin í kvöld. Blysför leggur af stað frá Tryggvaskála klukkan 20 að brennustæði á tjaldstæði Gesthúsa þar sem kveikt verður í þrettándabálkesti.

Jólasveinarnir kveðja og álfar og tröll mæta á svæðið. Þá verður glæsileg flugeldasýning í umsjón ungmennafélags bæjarins með stuðningi Björgunarsveitar Árborgar. Bæjarbúar eru hvattir til að mæta í trölla-, álfa eða jólasveinabúningum.

Þar sem fjöldi ungra barna sækir þrettándagleðina hefur þeim tilmælum verið beint til fólks að vera ekki með flugelda nærri blysförinni eða við brennuna. Það er Umf. Selfoss og Sveitarfélagið Árborg sem standa að hátíðarhöldunum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira