Innlent

Skíðasvæðin opin víða um land

Atli Ísleifsson skrifar
Opið verður í Bláfjöllum í dag frá klukkan 10:30 til 17.
Opið verður í Bláfjöllum í dag frá klukkan 10:30 til 17. Vísir/Vilhelm

Landsmenn geta víða skellt sér á skíði í dag enda fínasta skíðaveður á mörgum stöðum.

Opið verður í Bláfjöllum í dag frá klukkan 10:30 til 17. „Vindur við skála er 10 m/s en uppi á topp blæs aðeins meira. Troðnar brautir eru góðar en mjög hart utan þeirra. Göngubraut verður lögð, 4 km,“ segir í tilkynningu.

Hlíðarfjall
Í Hlíðarfjalli á Akureyri er opið frá 10 til 16. Um klukkan 8:30 var fjögurra stiga frost og þriggja metra vindur. Hermannsmót í alpagreinum stendur nú yfir um helgina og verður skíða- og brettaskóli fyrir börnin frá klukkan 10 til 12 og 10 til 14.

Dalvík
Skíðasvæðið á Dalvík verður opið í dag frá klukkan 10 til 16. „Hér er hægviðri, hiti um frostmark og kjöraðstæður til skíðaiðkana,“ segir í tilkynningu.

Siglufjörður
Skíðasvæðið á Siglufirði verður opið frá klukkan 11 til 16. „Veðrið er austan gola, frost 1 stig við skálann (200m) en 4 stig við sleppingu á Búngulyftu (650m) og er heiðskírt, færið er troðinn þurr snjór og er færið mjög gott. Flott veður og færi í Skarðsdalnum í dag.“

Tindastóll
Skíðasvæðið í Tindastól verður opið frá klukkan 11 til kl 16 í dag. „Veður kl 8:45 N 6 m/sek, -3c og heiðskírt.“

Ísafjörður
Á Ísafirði er opið á Seljalandsdal frá klukkan 11. Í tilkynningu segir að það stefni í fínt veður þar sem sé að lægja og ætti að vera orðið fínt eftir hádegi. „Í Tungudal er því miður lokað, en þar vantar ennþá aðeins uppá snjóinn,“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira