Innlent

Segir fjölmarga á sömu skoðun og Jónas um Skaupið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigurður Einarsson afplánar nú fangelsisdóm á Kvíabryggju.
Sigurður Einarsson afplánar nú fangelsisdóm á Kvíabryggju.

„Ég vil það eitt segja að fjölmargir deila þessari skoðun Jónasar um Skaupið,‟ segir Sigurður Einarsson í skriflegu svari, spurður út í grein Jónasar Sigurgeirssonar, fyrrverandi upplýsingafulltrúa Kaupþings. Jónas skrifaði harðorða grein í Fréttablaðið í fyrradag.

„Lágkúran sem Ríkissjónvarpið bauð upp á þegar hljóðupptaka með Sigurði Einarssyni, fyrrum stjórnarformanni Kaupþings, var leikin undir sprelli í áramótaskaupinu gefur tilefni til að staldra við og hugleiða á hvaða vegferð við erum í uppgjöri okkar við fall einkabankanna haustið 2008,‟ sagði Jónas.

„Það sem mér er þó ofar í huga, eftir lestur greinarinnar, er að á endanum muni yfir 40 bankamenn enda í fangelsi vegna falls bankanna,‟ segir Sigurður. Hann segir þessa staðreynd vera sér óbærilega. „Þetta saksóknaræði hér er orðið hrein sturlun. Bara einhver hefndarför sem við Íslendingar einir þjóða erum í. Þá er líka ömurlegt til þess að vita að við erum rétt að byrja þá réttarhaldahrinu sem vara mun hér næstu árin, öllum til ama,‟ segir Sigurður.

Sigurður telur líka a Jónas hefði í grein sinni mátt nefna þau hundruð manna sem hafi burðast með stöðu sakborninga að ófyrirsynju árum saman. „Það hefur reynst mörgum mjög þungbært, og þá ekki síður fjölskyldum viðkomandi því ekki má gleyma að á bak við hvern einstakling eru foreldrar, systkini, makar og börn.‟


Tengdar fréttir

Ekki að sparka í liggjandi mann

Dagskrárstjóri RÚV segir ekki til umræðu að biðja Sigurð Einarsson afsökunar á Áramótaskaupinu. Leikstjórinn segir engan heilagan þegar kemur að gríni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira