Handbolti

Noregur tapaði fyrir lærisveinum Guðmundar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag. vísir/getty

Danmörk vann granna sína í Noregi 34-30 á Gullmótinu í Frakklandi í dag, en Norðmenn verða mótherjar Íslands í riðlakeppninni á EM í Póllandi síðar í mánuðinum.

Noregur, Danmörk, Katar og gestgjafarnir Frakkar eru á mótinu og spila þar allir gegn öllum. Danirnir unnu fyrst leik sinn í mótinu gegn Katar á meðan Norðmenn töpuðu með einu marki gegn Frökkum.

Lokatölur urðu eins og fyrr segir fjögurra marka sigur Dana, 34-30, eftir að Danirnir höfðu leitt 17-15 í hálfleik. Annar sigur Dana á mótinu og þeir líta vel út lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar.

Mótinu lýkur á morgun, en þá spila Norðmenn gegn Katar. Ísland spilar einmitt fyrsta leik sinn gegn Norðmönnum á Evrópumótinu í Póllandi þann 15. janúar.
Fleiri fréttir

Sjá meira