Körfubolti

Körfuboltakvöld: "Kemur varla frá stjórninni þar sem formaðurinn er eiginmaður hennar"

Skjáskot úr þættinum á föstudagskvöldið þar sem Framlengingin stóð sem hæst.
Skjáskot úr þættinum á föstudagskvöldið þar sem Framlengingin stóð sem hæst. vísir/skjáskot

Í lok hvers þáttar af Körfuboltakvöldi er ávallt gripið til framlengingar, en fyrsti þáttur ársins af Körfuboltakvöldi fór fram á föstudagskvöldið þar sem þeir Hermann Hauksson og Kristinn Friðriksson voru spekingar.

Fimm málefni voru rædd í gær, en þau voru þau að Chelsie Scwheers er komin í Hauka, er ÍR komið í fallhættu?, hvert ætti Arnþór Guðmundsson að fara?, á Njarðvík að breyta leikstílnum sínum fyrir Odd? og Magga Stull rekin.

„Mér finnst þetta mjög undarlegt finnst mér og eru á þeim stað sem þær eiga að vera. Með ungt lið" sagði Kristinn Friðriksson aðspurður um brotthvarf Margrétar."

„Hún er greinilega að vinna í einhverjum hlutum sem eru að leggjast illa í leikmenn því varla kemur þetta frá stjórninni þar sem formaðurinn er eiginmaður hennar."

Innslagið má sjá hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira