Handbolti

Haukar halda sér í toppbaráttunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ramune skoraði sex mörk.
Ramune skoraði sex mörk. vísir/stefán

KA/Þór og Haukar unnu sína leiki í fyrstu umferðinni í Olís-deild kvenna eftir áramót, en KA/Þór vann granna Hauka í FH og Haukar unnu Selfoss.

KA/Þór átti í engum vandræðum með FH. Þær voru 12-6 yfir í hálfleik og unnu að lokum með níu mörkum, 27-18. Arna Kristín Einarsdóttir gerði ellefu mörk og Steinunn Snorradóttir skoraði fjögur.

Akureyrarliðið fór upp í tíunda sæti deildarinnar, en liðið er með sjö stig. FH er í þrettánda sæti deildarinnar með fimm stig.

Haukar skaust, að minnsta kosti tímabundið, upp í fjórða sæti deildarinnar með fjögurra marka sigur á Selfoss, 33-29. Staðan í hálfleik var 15-14, Selfoss í vil.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Kristrún Steinþórsdóttir skoruðu átta mörk hvor. Maria Ines gerði ellefu fyrir Hauka. Selfoss er í sjöunda sæti deildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira