Handbolti

Haukar halda sér í toppbaráttunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ramune skoraði sex mörk.
Ramune skoraði sex mörk. vísir/stefán

KA/Þór og Haukar unnu sína leiki í fyrstu umferðinni í Olís-deild kvenna eftir áramót, en KA/Þór vann granna Hauka í FH og Haukar unnu Selfoss.

KA/Þór átti í engum vandræðum með FH. Þær voru 12-6 yfir í hálfleik og unnu að lokum með níu mörkum, 27-18. Arna Kristín Einarsdóttir gerði ellefu mörk og Steinunn Snorradóttir skoraði fjögur.

Akureyrarliðið fór upp í tíunda sæti deildarinnar, en liðið er með sjö stig. FH er í þrettánda sæti deildarinnar með fimm stig.

Haukar skaust, að minnsta kosti tímabundið, upp í fjórða sæti deildarinnar með fjögurra marka sigur á Selfoss, 33-29. Staðan í hálfleik var 15-14, Selfoss í vil.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Kristrún Steinþórsdóttir skoruðu átta mörk hvor. Maria Ines gerði ellefu fyrir Hauka. Selfoss er í sjöunda sæti deildarinnar.Fleiri fréttir

Sjá meira