Handbolti

Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik

Sandra Sif Sigurjónsdóttir, leikmaður Stjörnunnar.
Sandra Sif Sigurjónsdóttir, leikmaður Stjörnunnar. vísir/valli

Stjarnan vann sinn tíunda leik í Olís-deild kvenna í dag þegar Stjarnan vann góðan sigur á Fylki, 26-22. Staðan í hálfleik var 11-11.

Fylkir hafði undirtökin í fyrri hálfleik, en þegar flautað var til hálfleiks var staðan 11-11. Í síðari hálfleik spýttu heimastúlkur í lófana og unnu að lokum fjögurra marka sigur, 26-22.

Stjarnan er áfram í sjötta sætinu eftir úrslit dagsins, en Fylkir er í því áttunda.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira