Handbolti

Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik

Sandra Sif Sigurjónsdóttir, leikmaður Stjörnunnar.
Sandra Sif Sigurjónsdóttir, leikmaður Stjörnunnar. vísir/valli

Stjarnan vann sinn tíunda leik í Olís-deild kvenna í dag þegar Stjarnan vann góðan sigur á Fylki, 26-22. Staðan í hálfleik var 11-11.

Fylkir hafði undirtökin í fyrri hálfleik, en þegar flautað var til hálfleiks var staðan 11-11. Í síðari hálfleik spýttu heimastúlkur í lófana og unnu að lokum fjögurra marka sigur, 26-22.

Stjarnan er áfram í sjötta sætinu eftir úrslit dagsins, en Fylkir er í því áttunda.Fleiri fréttir

Sjá meira