Körfubolti

Átta stig frá Kristófer í sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kristófer í leik með KR áður en hann hélt út.
Kristófer í leik með KR áður en hann hélt út. vísir/vilhelm

Kristófer Acox átti fínan leik fyrir Furman í bandaríska háskolaboltanum í körfubolta, en Furman vann fimmtán stiga sigur á Chattanooga, 70-55.

Furman var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, en einungis eru leiknir tveir leikhlutar í bandaríska háskólaboltanum. Staðan var 33-30 að loknum fyrri hálfleik.

Í síðari hálfleik gáfu þeir enn meira í og unnu síðari hálfleikinn með tólf stigum, 37-25, og leikinn með fimmtán stigum, 70-55.

Kristófer skoraði átta stig, en hann hitti úr fjórum af sjö skotum sínum. Hann tók fimm fráköst og gaf eina stoðsendingu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira