Körfubolti

Átta stig frá Kristófer í sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kristófer í leik með KR áður en hann hélt út.
Kristófer í leik með KR áður en hann hélt út. vísir/vilhelm

Kristófer Acox átti fínan leik fyrir Furman í bandaríska háskolaboltanum í körfubolta, en Furman vann fimmtán stiga sigur á Chattanooga, 70-55.

Furman var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, en einungis eru leiknir tveir leikhlutar í bandaríska háskólaboltanum. Staðan var 33-30 að loknum fyrri hálfleik.

Í síðari hálfleik gáfu þeir enn meira í og unnu síðari hálfleikinn með tólf stigum, 37-25, og leikinn með fimmtán stigum, 70-55.

Kristófer skoraði átta stig, en hann hitti úr fjórum af sjö skotum sínum. Hann tók fimm fráköst og gaf eina stoðsendingu.
Fleiri fréttir

Sjá meira