Körfubolti

Arnþór Freyr í Stjörnuna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnþór Freyr í leik með Tindastól gegn ÍR í vetur.
Arnþór Freyr í leik með Tindastól gegn ÍR í vetur. vísir/vilhelm
Arnþór Freyr Guðmundsson er genginn í raðir Stjörnunnar í Dominos-deild karla, en hann lék með Tindastól fyrri hluta deildarinnar. Hann fór svo þaðan vegna fjárhagsaðstæðna Tindastóls.

Arnþór er uppalinn í Fjölni, en hélt svo til Spánar þar sem hann spilaði áður en kom aftur til Fjölnis og spilaði með þeim í fyrra.

Sjá einnig: Arnþór yfirgefur Stólana „vegna fjárhagsaðstæðna“

„Þetta er frábær viðbót við leikmannahópinn og eykur breiddina í liðinu. Fyrsti leikur kappans í Stjörnubúningnum verður einmitt á móti fyrrverandi félögum sínum í Tindastól næsta föstudag," segir á Facebook-síðu Stjörnunnar.

Hann hefur skorað að meðaltali níu stig í síðustu sex leikjum, tekið tæp fjögur fráköst og gefið fimm stoðsendingar.

Hermann Hauksson spáði þessu einmitt í þættinum Körfuboltakvöld í gærkvöldi, en klippuna frá því má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×