Körfubolti

Arnþór Freyr í Stjörnuna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnþór Freyr í leik með Tindastól gegn ÍR í vetur.
Arnþór Freyr í leik með Tindastól gegn ÍR í vetur. vísir/vilhelm

Arnþór Freyr Guðmundsson er genginn í raðir Stjörnunnar í Dominos-deild karla, en hann lék með Tindastól fyrri hluta deildarinnar. Hann fór svo þaðan vegna fjárhagsaðstæðna Tindastóls.

Arnþór er uppalinn í Fjölni, en hélt svo til Spánar þar sem hann spilaði áður en kom aftur til Fjölnis og spilaði með þeim í fyrra.

Sjá einnig: Arnþór yfirgefur Stólana „vegna fjárhagsaðstæðna“

„Þetta er frábær viðbót við leikmannahópinn og eykur breiddina í liðinu. Fyrsti leikur kappans í Stjörnubúningnum verður einmitt á móti fyrrverandi félögum sínum í Tindastól næsta föstudag," segir á Facebook-síðu Stjörnunnar.

Hann hefur skorað að meðaltali níu stig í síðustu sex leikjum, tekið tæp fjögur fráköst og gefið fimm stoðsendingar.

Hermann Hauksson spáði þessu einmitt í þættinum Körfuboltakvöld í gærkvöldi, en klippuna frá því má sjá hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira