Handbolti

Öruggur sigur hjá Patreki og lærisveinum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Patrekur hinn rólegasti meðan lærisveinar hans bíða átekta.
Patrekur hinn rólegasti meðan lærisveinar hans bíða átekta. vísir/afp

Austurríki lenti í engum vandræðum með Ítalíu í undankeppni HM 2017, en lokatölur urðu ellefu marka sigur Austurríki, 30-19. Þetta er í annað skiptið á fjórum dögum sem Austurríki skellir Ítalíu.

Liðin mættust á miðvikudaginn á Ítalíu og þá vann Austurríki þrettán marka sigur, 40-27 eftir að staðan hafi verið 15-9 í hálfleik. Með sigrinum í kvöld eru þeir komnir langleiðina í umspil um laust sæti á HM í Frakklandi.

Patrekur Jóhannesson er þjálfari austurríska landsliðsins, en þetta er fjórði sigur liðsins í riðlinum. Þeir eru með átta stig eftir fjóra leiki, en Rúmenar koma næstir með fjögur stig. Þeir eiga þó leik til góða gegn Finnum á morgun.

Patrekur og lærisveinar eiga eftir að spila gegn Rúmeníu og Finnum, en þeir unnu bæði þessi lið í fyrri leikjum sínum. Einn sigur í viðbót ætti að duga þeim til að koma sér í umspilið - kannski engin sigur ef önnur úrslit falla með þeim, en síðustu umferðirnar verða leiknar síðar í þessum mánuði.
Fleiri fréttir

Sjá meira