Fótbolti

Jafnt hjá Roma og AC Milan

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hörð barátta í leiknum í Róm í kvöld.
Hörð barátta í leiknum í Róm í kvöld. vísir/getty

Roma og AC Milan gerðu 1-1 jafntefli í stórleik umferðarinnar í ítölsku knattspyrnunni, en þessi stórveldi mættust á Ólympíuleikvanginum í Róm í kvöld.

Það voru ekki liðnar nema fjórar mínútur þegar Antonio Reudiger kom Roma yfir eftir undirbúning Miralem Pjanic. Staðan var 1-0 í hálfleik.

Einnig kom mark snemma í síðari hálfleik. Þar var að verki Juraj Kucka eftir undirbúning Keisuke Honda, en mörkin urðu ekki fleiri og lokatölur 1-1.

Roma er eftir leikinn í fimmta sæti deildarinnar með 34 stig, fimm stigum frá toppliði Inter. AC Milan er fimm stigum á eftir Roma, en AC Milan er í sjötta sætinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira