Körfubolti

Martin með sautján stig og Elvar þrettán stoðsendingar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Elvar í leik með Njarðvík þar sem hann lék áður.
Elvar í leik með Njarðvík þar sem hann lék áður. vísir/vilhelm

Fimm Íslendingar voru í eldlínunni í bandaríska háskólaboltanum í körfubolta í dag. Martin Hermannsson var stigahæstur þeirra með sautján stig, en Elvar Már Friðriksson var stoðsendingarhæstur með þrettán stoðsendingar í sigri Barry.

Martin Hermannsson átti afbragðsleik fyrir LIU Brooklyn sem tapaði með sjö stiga mun, 72-65, fyrir Saint Francis. Martin skoraði sautján stig á þeim 39 mínútum sem hann spilaði, tók þrjú fráköst og var næst stigahæstur.

Daði Lár Jónsson skoraði þrjú stig og tók tvö fráköst, en Gunnar Ólafsson komst ekki á blað í sjö stiga sigri St. Francis Brooklyn á Robert Morris í dag. Lokatölur urðu 56-49 sigur Brooklyn, en þetta var sjötti sigur Brooklyn í sautján leikjum.

Kristinn Pálsson skoraði tólf stig, tók átta fráköst og gaf tvær stoðsendingar í tíu stiga tapi Marist gegn Iona. Maris var fjórum stigum undir í hálfleik, 38-43, en tapaði einnig síðari hálfleiknum með fimm og lokatölur 90-80. Kristinn var þriðji stigahæsti leikmaður Marist.

Elvar Már Friðriksson skoraði fjórtán stig, tók tvö fráköst og gaf þrettán stoðsendingar í 20 stiga sigri Barry gegn Embry-Riddle, 120-100. Mjög mikið var skorað í leiknum, en staðan í hálfleik var 56-56, Barry í vil.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira