Erlent

Fjarlægðu 120 metra af fitu úr holræsi

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Hér má sjá fituklumpinn sem stíflaði allt saman.
Hér má sjá fituklumpinn sem stíflaði allt saman.
Bæjarstarfsmenn í Welshpool í Wales þurftu að fjarlægja 120 metra af fitu úr holræsagöngum í bænum síðastliðinn föstudag.

Bæjarbúar höfðu tekið eftir því að vatn flæddi upp úr holræsum og voru bæjarverkfræðingar kallaðir til.

Fitumagnið byggist upp þegar fólk sturtar niður miklu magni af steikingarfitu, sem kólnar í holræsinu og myndar stíflu. Það tók bæjarstarfsmenn fimm klukkustundir að hreinsa 120 metra langan fitutappann úr ræsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×