Innlent

Stærð rjúpnastofnsins undir meðallagi

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Sveiflur á stofni rjúpunnar hafa breyst mikið frá friðun hennar.
Sveiflur á stofni rjúpunnar hafa breyst mikið frá friðun hennar. fréttablaðið/pjetur

„Rjúpnatalningum á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands vorið 2015 er lokið,“ segir í fréttatilkynningu Náttúrufræðistofnunar Íslands frá því í gær. Alls voru taldir 1.308 karrar sem stofnunin telur vera um eitt prósent heildarfjölda. Stærð stofnsins nú er undir sögulegu meðallagi.

Talningar í ár gengu illa vegna tíðarfars en alls voru karrar taldir á 36 svæðum í öllum landshlutum.

Minnkun stofnsins á Suðvesturlandi og Vestfjörðum var talsverð. Á Suðvesturlandi sáust 28 prósentum færri karrar en í fyrra og á Vestfjörðum sáust 43 prósentum færri karrar en í fyrra.

Mest fjölgun var hins vegar á Norðausturlandi en þar sáust 39 prósentum fleiri karrar en í fyrra.

„Í sögulegu samhengi er rjúpnafjöldinn 2015 undir meðallagi alls staðar nema á Norðausturlandi og Austurlandi,“ segir í tilkynningunni.

Náttúrufræðistofnun segir í tilkynningunni að sveiflur í stofnstærð hafi áður tekið tíu til tólf ár en það hafi breyst frá friðun rjúpunnar árin 2003 og 2004. Stofnunin segir nú skemmra milli hámarka stofnsins.

„Mat á veiðiþoli rjúpnastofnsins og nánari greining á ástæðum fjölgunar munu liggja fyrir í ágúst í kjölfar mælinga á varpárangri rjúpna, afföllum 2014 til 2015 og veiði 2014,“ segir í tilkynningunni. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.