Lífið

Sleppa sér í stuðinu í Eurovision hot-jóga

adda soffía ingvarsdóttir skrifar
Elín Rós Bjarnadóttir og Sólveig Þórarinsdóttir eru tilbúnar í tímann á laugardag.
Elín Rós Bjarnadóttir og Sólveig Þórarinsdóttir eru tilbúnar í tímann á laugardag. Fréttablaðið/GVA

„Okkur datt þetta bara í hug og fannst þetta brjálæðislega góð hugmynd!“ segir Guðbjörg Friðriksdóttir, hjá Sólum jógasetri. Á laugardag halda þær í fyrsta sinn pop-up jóga og er þemað Eurovision.

„Sú sem stjórnar tímanum er mikill Eurovision-aðdáandi. Þetta verður venjulegur hot-jógatími, en með allskonar Eurovision-lögum,“ segir hún. Þær lofa hressum jógatíma og ætla að blanda saman alls kyns tegundum af lögum fyrir tímann. „Þetta verður ekki bara róleg tónlist, eins og er yfirleitt í jóga.

Við ætlum að spila íslenskt, erlent, rólegt og hresst allt í bland. Svo er aldrei að vita nema að fólk vilji sleppa sér í dansi í lok tímans, það er bara allt leyfilegt,“ segir hún og hlær.

Tíminn er opinn fyrir alla. „Það eru allir velkomnir og þú þarft ekkert að vera brjálaður Eurovision-aðdáandi til þess að koma og hafa gaman.“

Frítt er fyrir meðlimi stöðvarinnar, en aðgangseyrir er 2.200 krónur fyrir aðra. Sólir jógastöð er til húsa á Fiskislóð 53-55.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira