Innlent

Tökum við fleiri flóttamönnum

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Ísland mun hugsanlega hlaupa undir bagga með öðrum þjóðum.
Ísland mun hugsanlega hlaupa undir bagga með öðrum þjóðum. Vísir/AFP

„Í raun er ekki verið að fjölga móttöku flóttamanna í Evrópu heldur er verið að jafna áður ójafna dreifingu þeirra,“ sagði Íris Björg Kristjánsdóttir, sérfræðingur þingmannanefndar, um málefni útlendinga og fyrrverandi formaður flóttamannanefndar.
„Þýskaland og Svíþjóð hafa hingað til tekið á móti langflestum flóttamönnum, auk Grikklands og Ítalíu,“ sagði hún.

Hún sagði að mikil umræða um málefni flóttafólks og hælisleitenda væri farin af stað í stjórnkerfinu og mikil jákvæðni væri í garð þess að taka við fleirum.

„Dreifing umsókna hælisleitenda mun líklega koma til með að ná til okkar þar sem við tilheyrum slíkum verkefnum þótt við séum utan Evrópusambandsins.“

Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hefur óskað eftir tillögum frá flóttamannanefnd um móttöku næsta hóps flóttafólks með ósk um að sérstaklega verði horft til Sýrlands í ljósi aðstæðna.

„Ég tel mikilvægt að við leggjum okkar af mörkum til að forða fólki frá þeirri hættuför sem hefur kostað svo margt flóttafólk lífið. Það gerum við best með samstarfi við alþjóðlegar stofnanir, líkt og við höfum gert hingað til og þá með því að taka á móti kvótaflóttafólki,“ sagði Eygló.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.