Lífið

Nýr landsliðsþjálfari í bridds

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Ragnar Hermannsson hefur verið ráðinn landsliðþjálfari íslenska karlalandsliðsins í bridds.
Ragnar Hermannsson hefur verið ráðinn landsliðþjálfari íslenska karlalandsliðsins í bridds.
Ragnar Hermannsson, sjúkraþjálfari og handknattleiksþjálfari, hefur verið ráðinn landsliðþjálfari íslenska karlalandsliðsins í bridds.

Bridgesambandið og Ragnar hafa gert samkomulag um að hann verði þjálfari og fyrirliði landsliðsins fram yfir Evrópumótið í bridds sem haldið verður í Búdapest í júní 2016. Næsta verkefni landsliðsins er að verja Norðurlandameistaratitilinn en Norðurlandamótið verður haldið í Færeyjum í lok maí.

Ragnar hefur verið öflugur bridsspilari í gegnum árin og hefur áður komið að þjálfun bridslandsliðsins. Hann var sjálfur í liðinu þegar Ísland varð Norðurlandameistari í júní 2013. Ragnar er jafnframt þjálfari meistaraflokks kvenna í handbolta hjá Stjörnunni og mun halda því starfi áfram. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×