Lífið

Nýr landsliðsþjálfari í bridds

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Ragnar Hermannsson hefur verið ráðinn landsliðþjálfari íslenska karlalandsliðsins í bridds.
Ragnar Hermannsson hefur verið ráðinn landsliðþjálfari íslenska karlalandsliðsins í bridds.

Ragnar Hermannsson, sjúkraþjálfari og handknattleiksþjálfari, hefur verið ráðinn landsliðþjálfari íslenska karlalandsliðsins í bridds.

Bridgesambandið og Ragnar hafa gert samkomulag um að hann verði þjálfari og fyrirliði landsliðsins fram yfir Evrópumótið í bridds sem haldið verður í Búdapest í júní 2016. Næsta verkefni landsliðsins er að verja Norðurlandameistaratitilinn en Norðurlandamótið verður haldið í Færeyjum í lok maí.

Ragnar hefur verið öflugur bridsspilari í gegnum árin og hefur áður komið að þjálfun bridslandsliðsins. Hann var sjálfur í liðinu þegar Ísland varð Norðurlandameistari í júní 2013. Ragnar er jafnframt þjálfari meistaraflokks kvenna í handbolta hjá Stjörnunni og mun halda því starfi áfram. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.