Lífið

CCP greiðir fyrir gönguferðir

Sigfríður Sigurðardóttir
Sigfríður Sigurðardóttir Vísir
„Nýja samgöngustefnan tók gildi hjá okkur 1. janúar,“ segir Sigfríður Sigurðardóttir, skrifstofustjóri hjá CCP. Nú fá þeir starfsmenn, sem ganga, taka strætó eða hjóla að minnsta kosti þrisvar í viku sjö þúsund krónur skattfrjálst frá fyrirtækinu.

„Það eru strax fjölmargir búnir að skrá sig, en ég myndi segja að um 60 prósent af starfsfólkinu gangi eða noti almenningssamgöngur nú þegar.Okkar von er að með þessu muni sá hópur stækka enn frekar,“ segir hún og bætir við: „Með þessu erum við ekki síður að hugsa um umhverfið en heilsuna, en við ætlum að efla okkur enn frekar á því sviði.

Ég veit að þetta er svona hjá fleiri fyrirtækjum og hefur fengið frábærar undirtektir og ég hvet fyrirtæki til að taka upp þessa stefnu. Það er ekki bara gott móralskt séð, heldur eru allir hressari.“

Auk styrksins kemur læknir í fyrirtækið frítt einu sinni í viku. Einnig er boðið upp á fatahreinsun, bílaþrif, snyrtingu, hárgreiðslu, nudd og fleira gegn gjaldi. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×