Erlent

Breskur þingmaður rekinn fyrir að hafa sent ungri stúlku óviðeigandi skilaboð

vísir/afp
Simon Danczuk, þingmaður breska Verkamannaflokksins, var í dag rekinn af þingi eftir að fréttir birtust um að hann hefði átt í óviðeigandi samskiptum við sautján ára stúlku.

The Sun birti myndir af smáskilaboðum sem fóru á milli þingmannsins og stúlkunnar. Ekki leið á löngu þar til Verkamannaflokkurinn sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis að Danczuk væri ekki lengur við störf og að farið hafi verið þess á leit að málið verði rannsakað.

Danczuk sendi frá sér afsökunarbeiðni á Twitter í dag og sagðist hafa verið á erfiðum stað í lífinu. Verst sé þó að þessi mistök hafi skyggt á það góða starf sem hann hafi unnið.

Danczuk



Fleiri fréttir

Sjá meira


×