Lífið

R. Kelly gekk út úr viðtali þegar talið barst að ákærum um kynferðisbrot

Stefán Árni Pálsson skrifar
R. Kelly var ekki skemmt
R. Kelly var ekki skemmt vísir

Tónlistarmaðurinn R. Kelly gekk út úr viðtalið við Huffington Post í gær þegar fréttamaðurinn Caroline Modarressy-Tehrani fór að spyrja hann út í hvort kærur um meint kynferðisafbrot söngvarans hefðu haft áhrif á plötusölu.



Árið 2008 var R. Kelly sýknaður af ákærum um að hafa framleitt barnaklám. Honum var gefið að sök að hafa gert myndband sem sýndi hann hafa samfarir við 13 ára stúlku.



„Ef næsta spurning er neikvæð á einhvern hátt þá mun ég yfirgefa herbergið,“ sagði R. Kelly við Tehrani.



„Þetta er ekki viðtal, þetta er yfirheyrsla og snýst ekkert um mig sem listamann. Þú ert að sýna mér mikla óvirðingu.“



Hér að neðan má sjá viðtalið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×