Enski boltinn

Carragher um Toure: Sjálfselskur og hlægilegur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Toure í baráttu við Aaron Ramsey í gær.
Toure í baráttu við Aaron Ramsey í gær. Vísir/Getty
Jamie Carragher var ekki hrifinn af frammistöðu Yaya Toure er lið hans, Manchester City, tapaði fyrir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær, 2-1.

Theo Walcott og Olivier Giroud komu Arsenal yfir í fyrri hálfleik en Toure minnkaði svo muninn með laglegu marki undir lok leiksins.

Sjá einnig: Arsenal vann Man. City og verður í öðru sæti yfir jólin | Sjáðu mörkin

En þrátt fyrir markið sagði Carragher að Toure hefði brugðist liðsfélögum sínum í leiknum.

„Mér finnst hann vera hlægilegur svo ég sé alveg hreinskilinn,“ sagði Carragher. „Markið var frábært en það kom ekki til eftir hlaup frá honum. Það fór í taugarnar á mér að hann hafi náð að skora.“

„Í lýsingunni var sagt að hann hafi stjórnað leiknum síðustu 20 mínúturnar því að hann hafi þá vaknað til lífsins.“

„Hann náði að skora og varpa sviðsljósinu á sjálfan sig. En City tapaði leiknum og ein stærsta ástæðan fyrir því var hversu mikið svæði [Mesut] Özil fékk fyrir aftan Toure.“

„Þetta er ekkert nýtt. Við höfum sagt þetta í tvö ár. Mér fannst hann vera sjálfselskur í leiknum í kvöld. Mér fannst það hlægilegt að sjá hann labba til baka í vörn. Það vantaði bara frakka og göngustaf.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×