Innlent

Gísli Marteinn segir að Ólafur Ragnar ætti að þurrka kavíarinn úr munnvikunum

Jakob Bjarnar skrifar
Gísli segir fagnaðarefni að ráðamenn segi hug sinn skýrt, fjármunir eru takmarkaðir og það þarf að forgangsraða og Ólafur Ragnar ætti að þurrka kavíarinn úr munnvikunum.
Gísli segir fagnaðarefni að ráðamenn segi hug sinn skýrt, fjármunir eru takmarkaðir og það þarf að forgangsraða og Ólafur Ragnar ætti að þurrka kavíarinn úr munnvikunum.

Frétt um Twitter-færslu Bjarna Benediktssonar, þar sem hann sendir forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, glósu hefur vakið verulega athygli.

Vísir greindi frá málinu en segist að svo virðist sem Ólafur Ragnar vilji sjá nýja forgangsröðun þegar kemur að fjárveitingum ríkisvaldsins. „Hvað með að hætta að úthluta forsetanum milljónum fyrir stórveislur þar sem veisluborðin svigna,“ spyr Bjarni. Bjarni vísar til orða forsetinn sem spurður var út í ákvörðun stjórnarmeirihlutans að hafna breytingatillögu minnihlutans við fjáraukalög sem hefði hækkað bætur aldraðra og öryrkja afturvirkt.

Hressileg umræða er um málið á Twittersíðu Bjarna, ýmsum sárnar fyrir hönd Ólafs Ragnars. Einn bendir á að fólk megi náttúrlega ekki veslast upp og Bjarni spyr umsvifalaust á móti: „Ertu að meina að það þurfi frekar að veislast upp?“ Annar spyr hvort Bjarni sé að hóta forsetanum? Og, það er þá sem Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður stígur inn í hringinn, Bjarna til varnar, með afgerandi hætti:

„Kommon- hann er að benda á að þetta hangir allt saman. ÓRG ætti amk að þurrka kavíarinn úr munnvikunum.“ Gísli segir fagnaðarefni að ráðamenn segi hug sinn skýrt, fjármunir eru takmarkaðir og það þarf að forgangsraða.


Tengdar fréttir

Aðhald í ríkisfjármálum nauðsynlegt

Staða ríkissjóðs er að ýmsu leyti ekki eins góð og hún lítur út fyrir að vera þar sem stórar gjaldfærslur eiga eftir að falla á ríkið á næstu árum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira