Erlent

Flugvél Malaysia Airlines flogið í um klukkustund í vitlausa átt

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það er skammt stórra högga á milli í rekstri Malaysia Airlines.
Það er skammt stórra högga á milli í rekstri Malaysia Airlines. vísir/getty
Flugvél Malaysian Airlines var flogið í um klukkustund í vitlausa átt eftir að hafa tekið á loft frá Nýja Sjálandi á jóladag. Málið er nú til rannsóknar hjá flugstjórnaryfirvöldum þar í landi en þetta kemur fram á vef The Independent.

Flug MH312 flýgur alla jafna í norðvestur yfir Ástralíu á leið sinni frá Auckland til Kúala Lúmpúr en gögn úr radarmælum gefa til kynna að vélinni hafi verið flogið í suðurátt í um klukkustund.



Sjá einnig: Annað stórslys Malaysia Airlines á árinu


Samkvæmt New Zealand Herald gerði flugmaður vélarinnar athugasemd við stefnu vélarinnar um átta mínútum eftir flugtak, sem var klukkan 02:23 að staðartíma. Í frétt miðilsins kemur einnig fram að farþegar vélarinnar hafi ekki orðið þessarar furðulegu flugstefnu varir.

Rauða línan gefur til kynna venjulega flugleið MH312 en sú bláa, neðri línan, sýnir leið vélarinnar á jóladag.
Að sögn nýsjálenskra flugstjórnaryfirvalda er ekki talið að nein alvarleg hætta hafi stafað af þessari krókaleið vélarinnar sem er sem fyrr segir enn til rannsókar. „Við erum með starfshóp hér innanhúss sem mun rannsaka málið,“ sagði talsmaður við New Zealand Herald.

Sjá einnig: Þraukar Malaysia Airlines?

Það hefur töluvert gustað um Malaysian Airlines allt frá því að flug MH370 frá Kuala Lumpur til Peking þann 8. mars á síðasta ári hvarf sporlaust yfir Indlandshafi. Orðspor flugfélagsins beið töluverða hnekki og fjárhagslegt tjón þess var mikið.

Ekki bætti úr skák að fjórum mánuðum síðar, 17. júlí 2014, var vél Malaysia Airlines HM17 grandað yfir Úkraínu. 298 manns létu lífið í grandinu og hlutabréfaverð í flugfélaginu féll um tugi prósenta.


Tengdar fréttir

Afbókaði bæði í flug MH17 og MH370

Hollenskur hjólreiðamaður átti bókað flug bæði með flugi MH370 og flugi MH17 en breytti ferðaáætlunum í bæði skiptin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×