Erlent

Forsætisráðherra Íraks heimsækir Ramadi

Atli ísleifsson skrifar
Haider Al-Abadi kom með herþyrlu til Ramadi í dag og mun funda með yfirmönnum öryggissveita í borginni.
Haider Al-Abadi kom með herþyrlu til Ramadi í dag og mun funda með yfirmönnum öryggissveita í borginni. Vísir/AFP
Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, kom til borgarinnar Ramadi í morgun, degi eftir að írakskar öryggissveitir frelsuðu borgina úr höndum ISIS-liða.

Al-Abadi kom með herþyrlu til borgarinnar þar sem hann mun funda með yfirmönnum öryggissveita í borginni.

Hann hafði áður sagt að ISIS-samtökunum yrði eytt í Írak á næsta ári og að endurheimt Mosul, annarrar stærstu borgar Íraks, úr höndum vígasveita ISIS yrði „rothöggið“.

BBC greinir frá því að John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafi fagnað því að Ramadi sé nú aftur í höndum írakskra yfirvalda. Segir Kerry að ISIS hafi þurft að þola mikið tap.

Ramadi féll í hendur ISIS í maí síðastliðinn og þótti mikið áfall fyrir Íraksher og íröksk stjórnvöld.

Íraksher hafði setið um Ramadi – sem er um 90 kílómetrum vestur af höfuðborginni Bagdad – í margar vikur. Síðustu liðsmenn ISIS féllu eða yfirgáfu svo borgina í gær.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×