Viðskipti erlent

VW dregur í land með fjölda svindlbíla

Ingvar Haraldsson skrifar
Bílageymslur Volkswagen í Þýskalandi.
Bílageymslur Volkswagen í Þýskalandi. nordicphotos/getty

Volkswagen segir útblásturshneyksli sitt ná til mun færri bíla en það hafði áður talið. Þýski bílaframleiðandinn segist nú telja að kolefnisútblástur og eldsneytiseyðsla aðeins 36 þúsund Volkswagen-bíla hafi verið ranglega gefin upp en ekki 800 þúsund bíla líkt og fyrirtækið gaf út í síðasta mánuði.

Volkswagen hafði lagt til hliðar 2 milljarða evra, jafnvirði um 280 milljarða íslenskra króna, til að mæta kostnaði vegna málsins.

Fyrrgreindar bifreiðar tengjast þó ekki 11 milljónum bifreiða sem Volkswagen hafði þegar viðurkennt að í væri hugbúnaður sem tryggði að útblástur væri minni við prófanir en hefðbundinn akstur. Upp komst um svindlið í september og hefur það haft mikil áhrif á gengi Volkswagen.

Í kjölfar jákvæðari tíðinda af Volkswagen í gær hækkaði hlutabréfaverð í fyrirtækinu um 6 prósent en það hefur eigi að síður lækkað um 30 prósent á árinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MARL
1,63
42
800.143
TM
0,54
4
42.574
EIM
0
2
17.743
VIS
0
2
816

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-4,08
40
141.521
ORIGO
-2,92
7
31.747
FESTI
-1,78
7
122.200
HAGA
-1,17
17
266.649
REITIR
-1,12
8
128.105
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.